XOPQBNMKK
Hvernig virkar efnarafall?

Efnarafall breytir efnaorku beint í raforku, sem gerir orkunýtnina eins góða og mögulegt er. Aðalmunurinn á efnarafli og rafhlöðu er að efnarafallinn aðskilur umbreytingu og varðveislu orkunnar. Efnarafallinn heldur áfram að mynda rafstraum svo lengi sem eldsneyti er til staðar.

Efnarafalarnir byggja á ákveðinni tækni, sem hlotið hefur einkaleyfi, til að umbreyta orkunni.

Stöðugt eftirlit minnkar neikvæð víxláhrif metanólsins og eykur þar með afkastagetu efnarafalsins og leyfir stuttan ræsingartíma.

Þar sem efnarafallinn vinnur við lágt hitastig er hann hentugur í ökutækjum og ferðavögnum. Tvær megintegundir efnarafala nota vetni og metanól, í þessu tilviki var metanólið fyrir valinu þar sem það er hættuminna og ódýrara.

 

Eftirfarandi mynd sýnir einfaldaða vikni efnarafals:

 Blanda metanóls og vatns fellur á anóðuna innan í raflinum, þetta leyfir notkun á algjörlega hreinu metanóli. Andrúmslofti er dælt innan í rafalinn á katóðuna og rafgeymirinn tengdur við anóðu og katóðu. Við snertingu efnahvata úr platínu gefur metanólið frá sér rafeindir sem flæða í átt katóðunnar, á sama tíma flæða róteindir gegnum himnuna að katóðunni, þar hvarfast súrefni við róteindirnar og rafeindir og mynda hreint vatn með eftirfarandi hvarfi:

 Kerfið innan í efnaraflinum hitnar upp í 40° C og gefur frá sér hreint vatn í formi gufu auk koltvíoxíðs, magnið er á einungis við andardrátt barns.

 

Efnarafalarnir frá Efoy eru einstakt tækniafrek í orkuheiminum þar sem einblínt er á vistvæna, græna orku.